GRUNNNÁMSKEIÐ
Námskeið fyrir þá sem langar að:
- Byrja að æfa kraftlyftingar og ná góðum tökum á hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu.
- Æfa í góðum hópi fólks undir leiðsögn þjálfara
- Verða sterkari og lyfta rétt
Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 7. janúar 2025 - kl.19!
FRAMHALDS NÁMSKEIÐ
Þetta námskeið er fyrir þá sem:
- Hafa lokið grunnnámskeiði EÐA hafa verið að lyfta áður
- Vilja ná enn betri tökum á æfingunum og halda áfram að bæta sig
Næsta námskeið hefst 7. janúar 2025 kl.20!
Let customers speak for us
from 4 reviewsTók byrjenda og svo framhaldsnámskeiðið í kjölfarið. Hentaði miðaldra fjölskylduföður í engu formi gríðarlega vel. Allir að vinna á sínum hraða eins og hver ræður við. Júlían með allt uppá 10 hvað varðar allar æfingar og einstaklega viðkunnanlegur maður, sem hjálpar þegar maður kann ekkert og veit ekkert i nýju umhverfi. Mæli mikið með.
Topp þjálfari, topp námskeið, frábært til að koma sér af stað.
Virkilega gott námskeið sem ég mæli 110% með. Góð kennsla og virkilega vel passað uppá að allt sé rétt gert.
Frábært að vera þarna og hann er mjög almennilegur og fínn þjálfari.
Greinilega veit hvað hann er að gera.
PUSHUP CHALK
Hámarkaðu gripið og bættu frammistöðuna með kalkinu sem beðið hefur verið eftir! Kalkið okkar gefur þér skraufþurrt grip sem þú missir ekki, svo þú getur einbeitt þér að því að lyfta þungt og ná þeim árangri sem þú vilt.
Þægileg og endurlokanleg pakkningin á kalkinu gerir það að verkum að auðvelt er að taka kalkið með á æfingu án þess að það fari allt út um allt í æfingatöskunni!