Umsagnir
Kraftlyftingafjarþjálfun
Ef þú vilt verða sterkari og æfa eftir sannreyndri æfingaáætlun er best að velja þá leið sem hentar þér best hér á vefnum og ég hef svo samband beint við þig og við vinnum í sameiningu æfingaæáætlun sem hentar þér og þínum markmiðum.
Ég hef þjálfað fólk sem stefnir á keppni en líka þá sem vilja styrkjast og æfa en stefna ekki á að keppa.
"Ég er buin að æfa kraftlyftingar í nokkur ár og keppa sem er eitt skemmtilegast sem ég geri , svo fyrir nokkrum mánuðum þá skráði mig í þjalfun hjá Júlían sem var hrikalega góð ákvörðun enda eru tölurnar búnar að fara upp síðan þá. Mjög þægilega sett upp þjalfunin hans svo er viku check hjá honum og farið yfir stöðuna fyrir komandi viku , góð samskipti milli hans og kúnna. Það er mikil ástríða hjá honum að þjálfa og sjá mann ná sínum markmiðum."
Jón Grétar
"Ekkert nema bætingar síðan að ég byrjaði í þjálfun hjá honum, þannig ég get mælt 100% með honum hvort sem þú vilt bæta þig í kraftlyftingum eða bara að styrkjast yfirhöfuð, bara gríðarlega flott kraftlyftingaþjálfun frá margföldum heimsmeistara og heimsmetshafa."
-Árni Snær
"Fjarþjálfunin hjá Júlíana er krefjandi en viðráðanleg á sama tíma. Júlían er tilbúinn að koma til móts við mann útfrá manns eigin markmiðum og takmörkunum en hvetur mann á sama tíma til að vera djarfur og fara út fyrir þægindarammann. Það er gott að vera með þjálfara sem maður finnur að hefur trú á manni."
- Fjóla
"Sá besti í bransanum. Svo gott umhald og algjörlega farið eftir mínu höfði. Júlían dregur fram styrk sem að ég vissi ekki að væri til staðar. Gæti ekki verið ánægðari með hann! 1000% meðmæli frá mér. !"
- Elísabeth