Skip to product information
1 of 1

J.K. Power Training

KRAFTLYFTINGAFJARÞJÁLFUN - Mánaðarprógramm

KRAFTLYFTINGAFJARÞJÁLFUN - Mánaðarprógramm

Regular price 19.900 ISK
Regular price Sale price 19.900 ISK
Sale Sold out
Tax included.
Style

Þetta prógram er fyrir þig:

  • ef þú hefur áhuga á kraftlyftingum og langar að læra stóru lyfturnar þrjár og vilt læra að gera þær rétt.
  • hvort sem þú ert byrjandi í sportinu eða hefur verið að lyfta áður. 
  • ef þú vilt æfa hvar sem er og hvenær sem er, þar sem þú færð aðgang að appi þar þú færð aðgang að æfingaáætluninni og þar sem öll samskipti við þjálfara fara fram. 
  • ef þig langar til þess að keppa í kraftlyftingum, hvort sem það er fljótlega eða einhvern tíma í framtíðinni.


Prógrammið er byggt upp af þremur lyftingaæfingum á viku þar sem farið er í stóru lyfturnar þrjár (hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu) og aukaæfingar sem styrkja þig í þeim. 

Áhersla er lögð á að þú lærir rétta tækni og líkamsbeitingu við að framkvæma æfingarnar. 

Þú færð æfingaáætlun sem er sniðin að þér og þínum markmiðum, ásamt aðgangi að reynslumiklum þjálfara sem langar að hjálpa þér að ná markmiðunum þínum og hvetur þig áfram. 

Það sem þú þarft að gera til þess að vera með er:

- velja hversu lengi þú vilt vera í áskrift að prógramminu - því lengri binditími, því hagstæðara er verðið.
- að hafa aðgang að líkamsræktarstöð/æfingaaðstöðu með lyftingarekka, bekk, lyftingastöng og lóðum. Við förum yfir þann búnað sem þú hefur aðgang að í upphafi. 
- mæta á æfingar og gott væri ef þú gætir tekið upp ýmis vinnusett og sent þjálfara til yfirferðar í gegnum appið.

View full details